11.4.2009 | 23:09
Peðsfórn
Það hlýtur að vera furðuleg tilfinning að vera ráðinn framkvæmdastjóri stærsta flokks á Íslandi, til þess eins að vera fórnað sem smápeði rúmum tveimur árum síðar. Nú er hlutverk Andra Óttarssonar, nýráðins framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006 orðið nokkurn veginn alveg ljóst.
Hver gleðst ekki við að sjá samtals 55 milljónir af splunkunýjum krónum birtast í heimabankanum, einmitt þegar gíróseðlabunkinn á skrifborðinu er orðinn óþægilega hár?
Í frétt mbl.is stendur eftirfarandi orðrétt:
Framkvæmdastjórinn sem þá var hér að störfum bar þá ákvörðun undir hann og hún var tekin af formanni og hann hefur axlað sína ábyrgð, sagði Bjarni og sagðist þar vera að vísa í Andra Óttarsson, sem á þeim tíma var að setja sig inn í störfin sem nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur greint mér frá því og Geir líka að ákvörðunin hafi verið Geirs. (Innsláttarvillur leiðréttar).
Hvað þýðir þetta? Jú, nýi framkvæmdastjórinn, kornungur maður og kannski ekki alvanur svona svæsnum vinnubrögðum, ákvað að bera það beint undir formann flokksins, hvort honum væri óhætt að taka við svona háum styrkjum.
Geir H. Haarde ákvað að þessar 55 milljónir væru komnar til að vera. Hvorugan grunaði að 2 árum síðar yrðu bæði þessi stórfyrirtæki komin í hendur skiptaráðenda og millifærslur þeirra þar með opinberar.
Ef Andri Óttarsson hefði verið alvöru sandkassastrákur á borð við þá sem stjórnuðu bönkunum, hefði hann ekki íþyngt formanni flokksins með þessari spurningu. En hann var nógu heiðarlegur og saklaus til að spyrja sér eldri og reyndari menn.
Andri Óttarsson varð aldrei nema peð og honum var fórnað í upphafi tafls.
En hann getur huggað sig við að hafa verið krossfestur á föstudaginn langa. Það eru ekki allir sem geta státað af því.
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2009 | 18:01
Allt fallið í ljúfa löð?
Eins og ég átti von á, var gengið í að "upplýsa málið" fyrir páska. Tveir menn hafa nú stigið fram og játað. Annar var varaformaður í stjórn FL-Group og hinn stýrði verðbréfadeild Landsbankans. Báðir brugðust skjótt við ákalli Guðlaugs Þórs.
Þar með ætti allt að vera fallið í ljúfa löð. Dæmið er gengið upp. Guðlaugur Þór sagði alveg satt. Hann hringdi í nokkra menn. Þessir menn höfðu svo samband við "fjölda fyrirtækja ... með mismunandi árangri". Langbestar undirtektir hafa þeir greinilega fengið hjá fyrirtækjunum þar sem þeir voru sjálfir í trúnaðarstöðum.
Af sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra má helst ráða, að þeir hafi ekki haft hugmynd um hversu mikið fé fyrirtæki þeirra létu af hendi rakna. Það er sem sagt alger tilviljun að bæði Landsbankinn og FL-Group skyldu styrkja Sjálfstæðisflokkinn með nákvæmlega sömu upphæð árið 2006, Landsbankinn að vísu í tvennu lagi. Og auðvitað trúum við því.
Sem sagt: Málið er dautt - eða ...?
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2009 | 14:25
Hverjir lenda í snörunni?
Í gærkvöldi átti ég von á því að um hádegisbilið í dag, yrði búið að leiða í gálgann þá menn sem höfðu milligöngu um þessa styrki. Þegar Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í fréttum í gærkvöldi að hann hefði fengið upplýsingar um hverjir þetta væru og hygðist upplýsa það síðar, skildi ég það svo að hann ætlaði trúlega fyrst að gefa þessum mönnum kost á að stíga fram sjálfir.
Ég á bágt með að trúa því að Bjarni ætli að draga þetta fram yfir páska. Svo augljóst er nefnilega að hvorki hann né flokkurinn á neina von um grið, fyrr en þetta hefur verið upplýst.
Þá er að vísu enn eftir að upplýsa hvers vegna tvö stórfyrirtæki styrktu flokkinn um nákvæmlega jafn háa upphæð. Lágu þar að baki einhverjir ákveðnir hagsmunir þessara fyrirtækja? Og ef svo var - hvaða hagsmunir? Ég hygg reyndar að treglegar muni ganga að fá upplýsingar um það.
Í dag eru nákvæmlega tvær vikur til kosninga. Sjálfstæðisflokknum hlýtur því að liggja mikið á að koma málinu frá. Helsta vonin felst í því að leiða sökudólgana fram í dagsljósið í dag og treysta því svo að fjölmiðlar fái ný mál að kljást við eftir páskahelgina. Þetta er að vísu ekki mjög traustvekjandi áætlun, en engu síður sú skásta, sem í boði er fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
En dagurinn er reyndar ekki liðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 22:28
Hengdir á morgun
Syndaselirnir verða afhjúpaðir og hengdir á morgun. Svo vona menn að málið fyrnist yfir páskadagana og eitthvað nýtt taki við í fréttatímunum á þriðjudag.
En það er að líkindum tálvon. Þetta mál er nefnilega orðið miklu stærra en 60 milljónir. Það er enginn tilviljun að FL-Group og Landsbankinn skyldu gefa nákvæmlega sömu upphæð. Vefritið Pressan segir Landsbankann hafa verið "jafna" framlag FL-Group. Það þýðir að einhverjir hagsmunir voru í húfi.
Fnykinn af þessu máli leggur langar leiðir. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á hiklaust að rannsaka hvort hér hafi eitthvað saknæmt gerst.
Framhaldið í höndum formannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2009 | 15:20
Mikil tíðindi
Niðurstöður þessar könnunar virðast boða mikil tíðindi. Henni ber nánast alveg saman við könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í gær. Það virðist í fullri alvöru stefna í það að vinstri flokkarnir fái hreinan meirihluta í kosningunum.
Þetta eru stórtíðindi; bylting í íslenskum stjórnmálum. Óvíst að aftur verði snúið. Þetta vekur vonir um að 21. öldin verði allt öðru vísi en sú 20. var. Kannski sjáum við loksins fram á skýrar línur í íslenskri pólitík; að hér myndist flokkablokkir til hægri og vinstri, svipað mynstur og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum.
Þannig hafa kjósendur raunverulegt val, þannig vita þeir að hverju þeir ganga þegar þeir fá kjörseðilinn í hendur. Fram að þessu höfum við aldrei fengið að vita fyrirfram hvernig ætti að nota eða misnota atkvæðin okkar eftir kosningar.
Vissulega hefur ýmislegt bent til þess síðustu mánuði að þetta gæti gerst, en ég hef satt að segja ekki þorað að trúa því. Þegar vísbendingarnar halda áfram að styrkjast og aðeins rúmar tvær vikur til kosninga, má þó leyfa sér vissa bjartsýni.
Að venju munu einhverjir kjósendur leita heim á lokasprettinum, en engu að síður vekja þessar kannanir von. Og fái Samfylkingin og Vinstri græn hreinan meirihluta í kosningunum, eru það mikil tíðindi, sem gætu boðað alveg nýja framtíð.
Samfylking eykur forskot sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2009 | 23:38
55 milljónir engin stórtíðindi
milljónir frá Landsbankanum árið 2006. Ekki kemur mér þetta á óvart.
Mér kemur heldur ekki á óvart að menn skuli nú lofa að endurgreiða
þessa peninga. Og ég er ekki einu sinni hissa á flokkurinn skuli hafa
efni á því, svona rétt fyrir kosningar.
Breytt 13.4.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 22:04
Fátt nýtt í þessu
Já. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sem sé 30 milljónir frá FL og 25 milljónir frá Landsbankanum árið 2006. Ekki kemur mér þetta á óvart. Mér kemur heldur ekki á óvart að menn skuli nú lofa að endurgreiða þessa peninga. Og ég er ekki einu sinni hissa á flokkurinn skuli hafa efni á því, svona rétt fyrir kosningar.
Það eina sem er nýtt í málinu, er að þetta skyldi komast upp. Ég efast ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn hefur áratugum saman rakað að sér stórum upphæðum frá stöndugum fyrirtækjum. Flokkurinn hefur alltaf verið málsvari og verndari gróðahyggjunnar, eins konar stjórnmálaarmur formlegra og óformlegra samtaka auðjöfra.
Þessar fréttir rifja upp fyrir mér dálitla sögu sem pabbi sagði mér þegar ég var á barnsaldri til skýringar á því hversu miklum peningum Sjálfstæðisflokkurinn hefði úr að spila. Sagan var á þá leið að eigandi stórfyrirtækis í Reykjavík hefði átt húskofa sem var orðinn fyrir skipulagi og þurfti að rífa. Slíkt tækifæri var ekki látið ónotað. Borgin keypti húsið á tvöföldu verði og eigandinn gaf svo helminginn af hagnaðinum í flokkssjóð.
Ekki sel ég þessa sögu dýrara en ég keypti. Auðvitað gæti þetta verið kjaftasaga og enginn fótur fyrir henni. Fréttirnar af tugmilljónagjöfum stórfyrirtækja í flokkssjóð árið 2006, sýna á hinn bóginn að hún gæti sem best verið sönn.
Og það skyldi nú ekki koma upp úr kafinu þegar gögn Landsbankans verða skoðuð nánar, að þessar 25 milljónir hafi kannski alls ekki verið eina gjöf bankans í flokkssjóð. Var það ekki ákvörðun Sjálfstæðisráðherranna að Björgúlfarnir fengju að kaupa Landsbankann á lægra verði en aðrir buðu? Hvernig skyldu þeir hafa þakkað fyrir sig? Ég bara spyr?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 23:53
Tími töfralausnanna...?
Dagar töfralausnanna eru runnir upp. Fyrir kosningar bjóða margir upp á töfralausnir af ýmsu tagi. Og reyndar ekki nóg með það, heldur er töfralausna jafnvel krafist. Þetta gerðist t.d. í kvöld þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir botnaði ekkert í því í ræðu sinni á eldhúsdegi, að núverandi ríkisstjórn skyldi virkilega ekki hafa tekist að redda á 66 dögum því klúðri, sem flokksmenn hennar höfðu undirbúið svo vandlega á nærri 6600 dögum.
Talsmenn ríkisstjórnarinnar nefndu engar töfralausnir. Töfralausnir, svo sem 20% niðurfærsla skulda (Framsókn + Tryggvi Þór) eða 50% lækkun afborgana af íbúðarlánum í heil 3 ár ( Bjarni Ben), hafa vissulega tvo stóra kosti. Þær eru fljótvirkar og alvirkar (gagnast sumum mikið, öðrum lítið og enn öðrum alls ekki neitt).
En þær hafa líka galla, sem því miður eru stærri en kostirnir. Stærsti gallinn er sá að þær gagnast flestar betur því flólki sem ekki þarf á neinum lausnum að halda. Næststærsti gallinn er sá að þær eru dýrar.
Í umræðunum í kvöld lofuðu hvorki Jóhanna né Steingrímur neinum töfralausnum. Þau létu sér nægja að segja sannleikann. Við þurfum velferðarbrú yfir hyldýpi bankahrunsins og hún verður ekki byggð nema því aðeins að þeir leggi af mörkum sem eru aflögufærir.
Brúarsmíðin yfir hyldýpisgjána verður erfið.
Með töfralausnunum náum við tvenns konar árangri. Við bæði dýpkum gjána og breikkum.
En ef allir leggjast á eitt, getum við brúað þessa gjá og komist yfir hana öll saman.
Byggja þarf velferðarbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 21:35
Ekki borga laun - bara arð!
Framganga Vilhjálms Egilssonar í þessu máli er orðin dálítið farsakennd. Nú hótar hann öllu illu, ef fyrirtæki, sem hafa efni á að hækka lægstu launin pínulítið, geri það. Talar um "þrýsting" frá verkalýðshreyfingunni. Ég held að flestir aðrir sjái að það var miklu fremur þrýstingur frá almenningsálitinu, sem kom forsvarsmönnum þessara sjávarútvegsfyrirtækja til að hækka lægstu launin um þessar 13.500 kr. sem gert hafði verið ráð fyrir.
Og þrýstingurinn frá almenningsálitinu stafaði einfaldlega af því að fólki ofbauð, að eigendur HB Granda skyldu ákveða að borga sjálfum sér arð í þessu árferði. Ég hef reyndar ekki séð haft eftir Vilhjálmi að neitt hafi verið við það að athuga. Það hefði getað verið kurteislegt af honum að kalla það t.d. "óheppilegt".
Af einhverjum ástæðum virðist þeim ríku alltaf þykja jafn sjálfsagt að heimta gróðann sinn. Einhvern veginn var maður að vona að svona hrikalegt áfall gæti þjappað þjóðinni saman og þeir sem hafa "breiðu bökin" væru nú tilbúnir að létta byrðum af öðrum, svona rétt á meðan við komumst yfir erfiðasta hjallann. En það er sennilega til of mikils mælst.
Samningar hanga á bláþræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2009 | 17:25
Siðblindir fá sýn
Það veit kannski á gott að augu þessara manna skuli hafa lokist upp og þeir séð ljósið. Samt minnir þetta mig hálfpartinn á gamlar sagnir af áköfum trúboðum sem vildu allt til vinna að kristna sem flesta og skírðu heiðingja hiklaust nauðuga. Brúkuðu þá auðvitað niðurdýfingarskírn. Heiðingjanum var einfaldlega haldið í kafi og honum sagt að rétta höndina upp úr vatninu þegar hann sæi ljósið. Langflestir sáu ljósið.
Mig grunar að stjórnarmenn HB Granda hafi í rauninni ekki séð neitt ljós, heldur hafi þeir áttað sig á því að í ljósi ríkjandi aðstæðna væri skynsamlegt að draga upp budduna og borga þessar fáu krónur. Arðinn sinn fá þeir örugglega eftir sem áður.
Starfsfólkið fær 13.500 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)