Hverjir lenda í snörunni?

Í gærkvöldi átti ég von á því að um hádegisbilið í dag, yrði búið að leiða í gálgann þá menn sem höfðu milligöngu um þessa styrki. Þegar Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í fréttum í gærkvöldi að hann hefði fengið upplýsingar um hverjir þetta væru og hygðist upplýsa það síðar, skildi ég það svo að hann ætlaði trúlega fyrst að gefa þessum mönnum kost á að stíga fram sjálfir.

Ég á bágt með að trúa því að Bjarni ætli að draga þetta fram yfir páska. Svo augljóst er nefnilega að hvorki hann né flokkurinn á neina von um grið, fyrr en þetta hefur verið upplýst.

Þá er að vísu enn eftir að upplýsa hvers vegna tvö stórfyrirtæki styrktu flokkinn um nákvæmlega jafn háa upphæð. Lágu þar að baki einhverjir ákveðnir hagsmunir þessara fyrirtækja? Og ef svo var - hvaða hagsmunir? Ég hygg reyndar að treglegar muni ganga að fá upplýsingar um það.

Í dag eru nákvæmlega tvær vikur til kosninga. Sjálfstæðisflokknum hlýtur því að liggja mikið á að koma málinu frá. Helsta vonin felst í því að leiða sökudólgana fram í dagsljósið í dag og treysta því svo að fjölmiðlar fái ný mál að kljást við eftir páskahelgina. Þetta er að vísu ekki mjög traustvekjandi áætlun, en engu síður sú skásta, sem í boði er fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

En dagurinn er reyndar ekki liðinn.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn logar vegna styrkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband