Allt fallið í ljúfa löð?

Eins og ég átti von á, var gengið í að "upplýsa málið" fyrir páska. Tveir menn hafa nú stigið fram og játað. Annar var varaformaður í stjórn FL-Group og hinn stýrði verðbréfadeild Landsbankans. Báðir brugðust skjótt við ákalli Guðlaugs Þórs.

Þar með ætti allt að vera fallið í ljúfa löð. Dæmið er gengið upp. Guðlaugur Þór sagði alveg satt. Hann hringdi í nokkra menn. Þessir menn höfðu svo samband við "fjölda fyrirtækja ... með mismunandi árangri". Langbestar undirtektir hafa þeir greinilega fengið hjá fyrirtækjunum þar sem þeir voru sjálfir í trúnaðarstöðum.

Af sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra má helst ráða, að þeir hafi ekki haft hugmynd um hversu mikið fé fyrirtæki þeirra létu af hendi rakna. Það er sem sagt alger tilviljun að bæði Landsbankinn og FL-Group skyldu styrkja Sjálfstæðisflokkinn með nákvæmlega sömu upphæð árið 2006, Landsbankinn að vísu í tvennu lagi. Og auðvitað trúum við því.

Sem sagt: Málið er dautt - eða ...?


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er af sem áður var að landsmenn trúi bullinu sem upp úr þeim vellur.

Kolla (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 18:56

2 identicon

Nei....flokkurinn er ein peningamaskína.  Allt er rotid í flokknum.  95% flokksmanna eda meira eru platadir af götustrákum sem hafa völdin í flokknum.  Götustrákarnir eru búnir ad gera thjódina gjaldthrota.  Audlindir sjávar voru afhentar útvöldum.  Bankarnir voru afhentir útvöldum.  Dómarastödur voru afhentar útvöldum.  Sedlabankastjórastada var afhent útvöldum.  Allt í theim tilgangi ad ödlast eins mikil völd og peninga og kostur var.

Thjódin er gjaldthrota og thessi flokkur er svo sannarlega gegnumrotinn.  Ad halda ad rotid stoppi einhversstadar í stjórn eda í valdastödum thessa flokks er hreinn barnaskapur.

Röndótt (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 19:50

3 Smámynd: Jón Daníelsson

Sælar Kolla og Röndótt.

Mér finnst afar gott að sjá viðbrögð við því sem ég skrifa hér, en mér þætti samt vænna um að þau væru sett fram undir nafni. Það er engin ástæða til að dylja sig. Við skulum endilega öll koma fram undir réttu nafni. Það er allt of auðvelt að afgreiða nafnlaus skrif sem "dauð og ómerk"  eins og það heitir víst á lagamáli

Jón Daníelsson, 11.4.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband