Ég gaf minn 100-kall

Ottó Tynes, markaðsstjóri Rauða kross Íslands skrifaði athugasemd við færslu mína í gærkvöldi, „Ég gef ekki 100-kall“. Í kjölfar athugasemdarinnar skilaði ég mínum 100-kalli í söfnunina. (Sjá athugasemd Óttars og svar mitt hér nokkru neðar). Óttar fullyrðir sem sé að hver króna renni í söfnunina sjálfa.

En eins og segir í svari mínu neyðist ég til að standa við hryggjarstykkið í færslunni. Alltof stór hluti þess fjár sem við Íslendingar gefum í ýmis konar safnanir endar ekki í höndum góðgerðarmanna, heldur gróðagerðarmanna.

Í framhaldinu finnst mér full ástæða til að velta hér upp ákveðnum möguleikum til að skilgreina vandann og fyrirbyggja.

Tökum bara þessa ágætu söfnun sem dæmi: Allar auglýsingar eru kostaðar af stóru bönkunum þremur, sem sagt almannafé. Að auki segir Ottó Tynes að RÚV veiti afslátt af auglýsingum. Það þýðir eiginlega að spurningu minni er ósvarað. Hvað kostar söfnunin?

Víkjum nú að fáeinum atriðum sem mætti hreinlega lögleiða til að koma veg fyrir misnotkun gróðagerðarstarfsemi á góðgerðastarfsemi.

1. Fjölmiðlar skulu verja a.m.k. 5% af auglýsingaplássi sínu, án endurgjalds, til auglýsinga viðurkenndra góðgerðasamtaka, þ.m.t. íþrótta- æskulýðs og tómstundafélaga, og skila um það skýrslu ár hvert.

2. Góðgerðasamtökum, þ.m.t. íþrótta- æskulýðs og tómstundafélögum, er óheimilt að verja meiru en 20% af innkomu til kostnaðar við fjáröflunina. Slík samtök skulu skila skýrslu ár hvert.

Mér er fullljóst að hér vantar bæði nánari útfærslu og sektarákvæði. En þetta er ekki frumvarp, heldur innlegg í hugmyndabanka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband