Siðleg ávöxtun - siðleg laun

Vilhjálmur Egilsson krefur Jóhönnu Sigurðardóttur svara um hvað hún telji "siðlega ávöxtun". Hann mætti gjarnan ganga sjálfur á undan með góðu fordæmi og tilgreina hvað hann telji "siðleg laun".

Í hvers konar einangrun lifa íslenskir eigendur stórfyrirtækja eiginlega? Skilja þeir ekki að græðgi og kröfur um háan arð eru fyrirbrigði sem nú eru orðin "svona voða 2007"?

Mér sýnist þessir menn hvorki botna upp né niður í þeim viðhorfsbreytingum sem hafa orðið í samfélaginu síðan 2007. Einmitt þessir menn eru hryggjarstykkið í Sjálfstæðisflokknum. Kannski þeir átti sig aðeins betur á stöðunni ef Sjálfstæðisflokkurinn fer niður í 25% í kosningunum í vor.


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki alveg af hverju tad er sjálfstædisflokknum ad kenna ad fjárfestar vilji sjá ard??

Stefan (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 12:23

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll Stefán.

Það er auðvitað ekki "Sjálfstæðisflokknum að kenna" að fjárfestar vilji fá arð. Það er heldur ekki óeðlilegt að fjárfestar vilji fá arð. Til að hægt sé að greiða arð þarf fyrirtækið að skila hagnaði. Hagnaðurinn þarf líka að byggjast á siðlegum forsendum. Þannig finnst mér ekki siðlegt að greiða arð út úr fyrirtæki sem ekki telur sig geta borgað starfsfólkinu umsamin laun.

Tengingin við Sjálfstæðisflokkinn er sú að í honum safnast saman áköfustu gróðafíklarnir, einmitt þeir sem eru til í að borga sjálfum sér arð áður en þeir borga starfsfólkinu laun.

Jón Daníelsson, 20.3.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband