Stétt með stétt

Málið er reyndar ekki alveg svo einfalt að starfsfólk í heilbrigðisgeiranum sé allt á sömu launum. Þar ríkir þvert á móti gríðarlegur launamunur og mætti örugglega lækka laun í efri hlutanum talsvert áður en að því kemur að segja upp fólki.

Það er í rauninni viðhorfið sem skiptir öllu. Getum við byggt okkur upp það sameiginlega viðhorf að við ætlum að komast í gegnum þessar þrengingar saman? Þá ætti að vera hægt að lækka launakostnað í heilbrigðisþjónustu, og raunar miklu víðar í opinberri þjónustu, með því einu að jafna launamun niður á við.

Í heildina tekið vinnst stór árangur með þessari aðferð: Annars vegar næst verulegur sparnaður ríkisútgjalda, hins vegar þurfa færri að verða án atvinnu. Og minna atvinnuleysi dregur svo aftur úr hækkun ríkisútgjalda til atvinnuleysisbóta.

Sem þjóðarheild getum við dregið ótrúlega mikið úr áfallinu með þessari viðhorfsbreytingu einni saman.

En ef "hver-er-sjálfum-sér-næstur"-hugarfarið á ríkja áfram, er óhjákvæmilegt að stéttaskiptingin verði enn áþreifanlegri, við fáum nýja stétt langtímaatvinnulausra, sem sumir munu aldrei eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn, og við verðum miklu lengur að vinna okkur út úr kreppunni.

Segja má að kjörorð Sjálfstæðisflokksins, „Stétt með stétt“ eigi hér vel við. En þá væri líka ágætt að meina eitthvað með því.


mbl.is Frekar lækka laun en fækka störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband