11.4.2009 | 23:09
Peðsfórn
Það hlýtur að vera furðuleg tilfinning að vera ráðinn framkvæmdastjóri stærsta flokks á Íslandi, til þess eins að vera fórnað sem smápeði rúmum tveimur árum síðar. Nú er hlutverk Andra Óttarssonar, nýráðins framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006 orðið nokkurn veginn alveg ljóst.
Hver gleðst ekki við að sjá samtals 55 milljónir af splunkunýjum krónum birtast í heimabankanum, einmitt þegar gíróseðlabunkinn á skrifborðinu er orðinn óþægilega hár?
Í frétt mbl.is stendur eftirfarandi orðrétt:
Framkvæmdastjórinn sem þá var hér að störfum bar þá ákvörðun undir hann og hún var tekin af formanni og hann hefur axlað sína ábyrgð, sagði Bjarni og sagðist þar vera að vísa í Andra Óttarsson, sem á þeim tíma var að setja sig inn í störfin sem nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur greint mér frá því og Geir líka að ákvörðunin hafi verið Geirs. (Innsláttarvillur leiðréttar).
Hvað þýðir þetta? Jú, nýi framkvæmdastjórinn, kornungur maður og kannski ekki alvanur svona svæsnum vinnubrögðum, ákvað að bera það beint undir formann flokksins, hvort honum væri óhætt að taka við svona háum styrkjum.
Geir H. Haarde ákvað að þessar 55 milljónir væru komnar til að vera. Hvorugan grunaði að 2 árum síðar yrðu bæði þessi stórfyrirtæki komin í hendur skiptaráðenda og millifærslur þeirra þar með opinberar.
Ef Andri Óttarsson hefði verið alvöru sandkassastrákur á borð við þá sem stjórnuðu bönkunum, hefði hann ekki íþyngt formanni flokksins með þessari spurningu. En hann var nógu heiðarlegur og saklaus til að spyrja sér eldri og reyndari menn.
Andri Óttarsson varð aldrei nema peð og honum var fórnað í upphafi tafls.
En hann getur huggað sig við að hafa verið krossfestur á föstudaginn langa. Það eru ekki allir sem geta státað af því.
Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll vertu Jón Dan:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 12.4.2009 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.