Snjallræði Tryggva Þórs

Nú vill þjóðhagfræðingurinn og verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi fella niður 20% af skuldum heimilanna í landinu – allra jafnt. Þessi hugmynd hefur verið kennd við Framsóknarmenn, en mun sem sagt í upphafi ættuð frá honum.

Tryggvi þór færir fram þau rök að þetta kosti ekki neitt vegna þess að í raun sé þegar búið að afskrifa að meðaltali 50% þessara skulda við flutninginn inn í nýju bankana. Með því að innheimta aðeins 80% telur hann að fleiri muni geta staðið í skilum og færri verði gjaldþrota. „Gæði lánasafnsins“ eins og það heitir á bankamáli, muni þar með aukast, segir Tryggvi.

Gott og vel. Ég ætla ekki að draga í efa að þetta sé rétt hjá þjóðhagfræðingnum.

En mig langar að stinga upp á örlítið breyttri útfærslu: Tökum þessi 20% (sem í raun eru auðvitað ákveðin krónutala) og notum upphæðina til að afskrifa 30 eða jafnvel 40% hjá þeim sem verst eru settir, 20% hjá þeim sem það dugar og svo 15, 10 og 5% hjá mörgum öðrum sem minna þurfa. En afskrifum ekki neitt hjá fólki eins og mér og Tryggva, sem þurfum ekkert.

Með þessu móti getum við nefnilega aukið „gæði" lánasafnsins margfalt meira. Og þetta kostar vel að merkja ekki neitt. Í því efni vona ég að þjóðhagfræðingurinn hafi rétt fyrir sér.
mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Eins og talað út úr mínu hjarta.

Það er gaman að vera orðin bloggvinur þinn kæri "gamli" samstarfsfélagi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 17.3.2009 kl. 09:12

2 Smámynd: Jón Daníelsson

Takk, mín kæra vinkona. Og gott að hjörtu okkar skuli enn slá í takt. Átti reyndar aldrei von á öðru. Og til hamingju með árangurinn í prófkjörinu. Sjálfur fékk ég "örlítið" færri atkvæði. En ég held ég haldi áfram að þenja kjaft. Einhver verður að gera það.

Jón Daníelsson, 18.3.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband