5.10.2009 | 22:40
Stefnuræða á 67 ára afmælinu
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er 67 ára í dag. Á þessum afmælisdegi láta flestir af störfum og horfa fram á náðugri daga. En ekki Jóhanna. Hún heldur ótrauð áfram og velur sér þennan dag til að halda stefnuræðu sína. Vonandi á ríkisstjórn hennar eftir að ná að hrinda í framkvæmd sem allra flestum þeirra stefnumála sem hún boðaði.
Ríkisstjórnin mun óhikað breyta skattkerfinu til að auka jöfnuð og réttlæti í samfélaginu, segir Jóhanna. Þar með er hún enn fyllilega samkvæm sjálfri sér og heldur áfram þeirri baráttu sem í þrjá áratugi hefur verið hennar helsta hugðarefni í öllum störfum hennar á Alþingi.
Til hamingju með daginn, Jóhanna. Megi þér og ríkisstjórn þinni farnast sem best. Íslenska þjóðin þarf bæði á þér og ríkisstjórninni að halda.
Skattkerfinu breytt óhikað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.