Gildir eitt um atkvæði en annað um tillögur?

Það vildi reyndar svo til að ég sá þetta innlegg Steingríms núna um hádegisbilið. Og fannst það reyndar nokkuð merkilegt. Steingrímur fullyrti sem sé að allir þingmenn væru frjálsir að því að greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni, en sagði líka (efnislega) að öðru máli gilti um aðild að tillögum þar sem línur skærust milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Með þessum orðum sýnist mér Steingrímur staðfesta að Ásmundur Daðason hafi verið beittur þrýstingi - sem gjarnan má kalla kúgun - í þessu máli.

Mér þykir það nokkuð þröng túlkun á stjórnarskrárvörðum rétti þingmanna - og jafnframt stjórnarskrárbundinni skyldu - að samviskufrelsið taki einungis til þess hvernig þeir greiða atkvæði, en allt annað gildi um hvaða tillögur þeim leyfist að flytja.

Það hefur vissulega lengi tíðkast að þingmenn stjórnarflokka hafi verið barðir til hlýðni, en ég hafði satt að segja gert mér vonir um ný og lýðræðislegri vinnubrögð undir forystu þessarar nýju ríkisstjórnar. Þetta mál er hvorki til þess fallið að auka traust almennings á ríkisstjórninni, né auka virðingu fyrir stjórnmálamönnum - en sú virðing er held ég orðin ansi rýr.


mbl.is Steingrímur J.: Engin kúgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband