Mikil tíðindi

Niðurstöður þessar könnunar virðast boða mikil tíðindi. Henni ber nánast alveg saman við könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í gær. Það virðist í fullri alvöru stefna í það að vinstri flokkarnir fái hreinan meirihluta í kosningunum.

Þetta eru stórtíðindi; bylting í íslenskum stjórnmálum. Óvíst að aftur verði snúið. Þetta vekur vonir um að 21. öldin verði allt öðru vísi en sú 20. var. Kannski sjáum við loksins fram á skýrar línur í íslenskri pólitík; að hér myndist flokkablokkir til hægri og vinstri, svipað mynstur og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum.

Þannig hafa kjósendur raunverulegt val, þannig vita þeir að hverju þeir ganga þegar þeir fá kjörseðilinn í hendur. Fram að þessu höfum við aldrei fengið að vita fyrirfram hvernig ætti að nota – eða misnota – atkvæðin okkar eftir kosningar.

Vissulega hefur ýmislegt bent til þess síðustu mánuði að þetta gæti gerst, en ég hef satt að segja ekki þorað að trúa því. Þegar vísbendingarnar halda áfram að styrkjast og aðeins rúmar tvær vikur til kosninga, má þó leyfa sér vissa bjartsýni.

Að venju munu einhverjir kjósendur leita „heim“ á lokasprettinum, en engu að síður vekja þessar kannanir von. Og fái Samfylkingin og Vinstri græn hreinan meirihluta í kosningunum, eru það mikil tíðindi, sem gætu boðað alveg nýja framtíð.


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll!  Stefnir í mikil og góð tíðindi. Vinstri menn mega bara ekki slaka á of fljótt.  Margt ósvífið á eftir að gerast. Kveðja baldur

Baldur Kristjánsson, 10.4.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband