11.3.2009 | 13:05
Við fjölmennum
Það fer ekki milli mála að það er raunverulegur vilji Samfylkingarfólks - og sennilega meginþorra alls almennings - að Jóhanna Sigurðardóttir taki nú við formennsku í flokknum. Það var engin tilviljun að Jóhanna skyldi verða fyrir valinu sem forsætisráðherra í veikindaforföllum Ingibjargar Sólrúnar. Hún nýtur almenns trausts og virðingar, ekki aðeins innan eigin flokks, heldur meðal þjóðarinnar allrar.
Við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélagi okkar er ekkert mikilvægara en almennt traust. Þess vegna fjölmennum við í blysförina í kvöld - ekki aðeins Samfylkingarfólk, heldur miklu fleiri.
Blysför til Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki að grínast !
Ætliði alveg að gera útaf við kerlinguna..hefur hún ekki nóg á sinni könnu nú þegar ?
Foringjadýkun hvað??
Pollýtík (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.