Tími töfralausnanna...?

Dagar töfralausnanna eru runnir upp. Fyrir kosningar bjóða margir upp á töfralausnir af ýmsu tagi. Og reyndar ekki nóg með það, heldur er töfralausna jafnvel krafist. Þetta gerðist t.d. í kvöld þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir botnaði ekkert í því í ræðu sinni á eldhúsdegi, að núverandi ríkisstjórn skyldi virkilega ekki hafa tekist að redda á 66 dögum því klúðri, sem flokksmenn hennar höfðu undirbúið svo vandlega á nærri  6600 dögum.

Talsmenn ríkisstjórnarinnar nefndu engar töfralausnir. Töfralausnir, svo sem 20% niðurfærsla skulda (Framsókn + Tryggvi Þór) eða 50% lækkun afborgana af íbúðarlánum í heil 3 ár ( Bjarni Ben), hafa vissulega tvo stóra kosti. Þær eru fljótvirkar og alvirkar (gagnast sumum mikið, öðrum lítið og enn öðrum alls ekki neitt).

En þær hafa líka galla, sem því miður eru stærri en kostirnir. Stærsti gallinn er sá að þær gagnast flestar betur því flólki sem ekki þarf á neinum lausnum að halda. Næststærsti gallinn er sá að þær eru dýrar.

Í umræðunum í kvöld lofuðu hvorki Jóhanna né Steingrímur neinum töfralausnum. Þau létu sér nægja að segja sannleikann. Við þurfum velferðarbrú yfir hyldýpi bankahrunsins og hún verður ekki byggð nema því aðeins að þeir leggi af mörkum sem eru aflögufærir.

Brúarsmíðin yfir hyldýpisgjána verður erfið.

Með töfralausnunum náum við tvenns konar árangri. Við bæði dýpkum gjána og breikkum.

En ef allir leggjast á eitt, getum við brúað þessa gjá og komist yfir hana – öll saman.


mbl.is Byggja þarf velferðarbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir góðan pistil.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 8.4.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband