Lífseigt misrétti

Misrétti kynjanna er lífsseigt. Í sjálfu sér er ekki endilega við Framsókn né Vinstri græn að sakast. Þessir flokkar áttu bara rétt á einum fulltrúa, sem af sjálfu leiðir að hlaut að verða annaðhvort karl eða kona. Og hér hagar tilviljunin því reyndar svo að fulltrúar þessara tveggja flokka eru karl og kona.

En mér finnst satt að segja ótrúlega fáránlegt að Samfylkingin sem fékk tvo fulltrúa, skuli ekki hafa gætt hins sjálfsagða jafnréttis og tilnefnt konu og karl. Jafnrétti kynjanna er jú beinlínis yfirlýst stefna flokksins.

Svo má auðvitað segja að Sjálfstæðisflokkurinn sem hér hefur fjóra fulltrúa hefði átt að tilnefna tvær konur og tvo karla. En það er ekki mitt að gera kröfur til Sjálfstæðisflokksins. Hann er bara eins og hann er.


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband